UM OKKUR

Heithúðun er þjónusta sem Bílahöllin-Bílaryðvörn hf veitir að Bíldshöfða 5, Reykjavík. Við húðum málma og önnur burðarefni með slitsterkum þekjandi efnum frá Vortex Spray On Liner. Vortex er leiðandi fyrirtæki í þróun þekjandi hlífðarefna og verkferla við heithúðun.

Síðan 1970…

Við eigum 50 ára farsæla sögu að baki í þjónustu við bíleigendur, kaupendur og seljendur. 

Frá því Jón R. Ragnarsson stofnaði Bílahöllina – Bílaryðvörn hf árið 1970 hefur fyrirtækið vaxið í að verða leiðandi á sínu sviði.

Jón stýrir fyrirtækinu ásamt sonum sínum Baldri og Rúnari. Fyrirtækið er rekið í þremur deildum; bílasala, bílaryðvörn og heithúðun, – allt á sama stað að Bíldshöfða 5, 110 Reykjavík.

 

Heithúðunarþjónustan hentar fyrir farartæki jafnt sem kerrur og fyrir aukahluti. Þá húðum við einnig gólf, votrými og slitfleti bæði innanhúss og utan. Hægt er að velja staðlaða liti sem við eigum á lager sem og sérpanta liti og áferð.  Þá er mögulegt að sérhúða texta eða merkingar eins og sést í myndasafninu hér á síðunni. 

Auk húðunarþjónustunnar bjóðum við ryðvörn fyrir bæði nýja og notaða bíla, sjá nánar á vefsíðunni bilarydvorn.is. 

Kíktu við…

Við erum á Bíldshöfða 5 og það er alltaf heitt á könnunni. 

Bílaryðvörn hf